Þögnin

by Bragi Ólafsson

Loks þá – en ekki

fyrr en þá – í lok sumars,

þegar gröfurnar, sagirnar, borarnir og há-

þrýstidælurnar voru þagnaðar,

 

var hægt að fara út í garð

og setjast niður, eins og

upphaflega hafði staðið til

þegar við keyptum húsið. En þá var þegar

 

tekið að glitta í haustið,

sólin ekki eins hátt á lofti

og í byrjun júní,

þegar borarnir fóru af stað, þegar gröfunum

 

var ekið inn í garðana í nágrenninu,

sagirnar ræstar og háþrýsti

dælurnar stilltar

á hæstu stillingu.

The Silence

by Bragi Ólafsson

Finally then—but not

until then—at the end of summer,

when the excavators, saws, drills and high-pressure

pumps were silenced,

 

were we able to go out in the yard

and sit down, as we had

originally planned

when we bought the house. But then already

 

fall was beginning to settle in,

the sun not as high in the air

as in early June,

when the drills were switched on, and excavators

 

driven into the neighboring yards,

saws started up and high-pressure

pumps set

on the highest setting.

translated from Icelandic by K. T. Billey
more>>