Undirdjúpin

by Bragi Ólafsson

Skip siglir frá landi.

Það fjarlægist eins og maður fjarlægist

mann: það verður minna

en það var

 

þegar það lá við höfnina,

og alltaf minna og minna

eftir því sem höfnin stækkar

og himinninn þrengir að því.

 

Svo lítið er það orðið

þegar hafsröndin mætir því

að hafi það haft einhverja von

er sú orusta töpuð – og það sekkur.

The Deep

by Bragi Ólafsson

A ship sails from land.

It moves away like people drift

apart: it becomes smaller

than it was

 

when it lay in the harbour,

and smaller and smaller still

as the harbour expands

and the sky narrows in.

 

So little has it become

when it meets the horizon

that if it ever had any hope

that battle is lost—and it sinks.

translated from Icelandic by K. T. Billey
more>>