Finally then—but not until then

Two poems by Bragi Ólafsson translated by K. T. Billey

Þögnin

by Bragi Ólafsson

Loks þá – en ekki

fyrr en þá – í lok sumars,

þegar gröfurnar, sagirnar, borarnir og há-

þrýstidælurnar voru þagnaðar,

 

var hægt að fara út í garð

og setjast niður, eins og

upphaflega hafði staðið til

þegar við keyptum húsið. En þá var þegar

 

tekið að glitta í haustið,

sólin ekki eins hátt á lofti

og í byrjun júní,

þegar borarnir fóru af stað, þegar gröfunum

 

var ekið inn í garðana í nágrenninu,

sagirnar ræstar og háþrýsti

dælurnar stilltar

á hæstu stillingu.

The Silence

by Bragi Ólafsson

Finally then—but not

until then—at the end of summer,

when the excavators, saws, drills and high-pressure

pumps were silenced,

 

were we able to go out in the yard

and sit down, as we had

originally planned

when we bought the house. But then already

 

fall was beginning to settle in,

the sun not as high in the air

as in early June,

when the drills were switched on, and excavators

 

driven into the neighboring yards,

saws started up and high-pressure

pumps set

on the highest setting.

translated from Icelandic by K. T. Billey
more>>

Undirdjúpin

by Bragi Ólafsson

Skip siglir frá landi.

Það fjarlægist eins og maður fjarlægist

mann: það verður minna

en það var

 

þegar það lá við höfnina,

og alltaf minna og minna

eftir því sem höfnin stækkar

og himinninn þrengir að því.

 

Svo lítið er það orðið

þegar hafsröndin mætir því

að hafi það haft einhverja von

er sú orusta töpuð – og það sekkur.

The Deep

by Bragi Ólafsson

A ship sails from land.

It moves away like people drift

apart: it becomes smaller

than it was

 

when it lay in the harbour,

and smaller and smaller still

as the harbour expands

and the sky narrows in.

 

So little has it become

when it meets the horizon

that if it ever had any hope

that battle is lost—and it sinks.

translated from Icelandic by K. T. Billey
more>>

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>